Úr vörn í sókn
Árangur viðskiptavina okkar sýnir að villuveiðigátt Defend Iceland er skilvirk og hagkvæm leið til að auka netöryggi. Hún hentar fyrirtækjum og stofnunum í ólíkum atvinnugreinum, innleiðingin er fljótleg og notendaviðmótið einfalt.
Bóka kynninguHvað segja viðskiptavinir okkar?
Öryggistækifæri
Aukinn fjöldi netglæpa
Fjöldi netöryggissérfræðinga í heiminum heldur ekki í við aukningu netglæpa.
Aðgangur að sérþekkingu
Í villuveiðigáttinni virkjum við þekkingu netöryggissérfræðinga landsins, veitum þeim aðgang að þjálfun, fjölgum sérfræðingum og valdeflum þá til að nýta hæfileika sína til góðs.
Öflugt hvatakerfi
Netöryggissérfræðingar Defend Iceland finna öryggisveikleika í kerfum viðskiptavina, sem greiða verðlaun fyrir hvern staðfestan veikleika.
Stöðugar prófanir
Í villuveiðigáttinni er stöðug leit að öryggisveikleikum í kerfum viðskiptavina okkar, allan sólarhringinn og allt árið um kring.
Aukið netöryggi
Fyrirtæki og stofnanir geta lagað veikleika í kerfum sínum áður en netþrjótar brjótast inn í gegnum þá.
Samfélagsleg ábyrgð í verki
Fyrirtæki byggja upp samfélagssjóð með því að greiða 10% ofan á greitt verðlaunafé. Öryggissérfræðingar leggja einnig valfrjáls framlög í sjóðinn.
Ábyrgar tilkynningar
Hægt er að tilkynna til Defend Iceland með ábyrgum hætti um öryggisveikleika sem finnast hvar sem er í samfélaginu.
Viðkvæm gögn og innviðir
Defend Iceland greiðir verðlaun úr samfélagssjóði til þeirra sem finna öryggisveikleika í kerfum hjá stofnunum sem sjálf hafa ekki fjárráð til greiðslu.
Styrktu stöðu þína
Lítil og meðalstór fyrirtæki
Villuveiðigátt Defend Iceland er aðgengileg netöryggislausn sem gefur viðskiptavinum af öllum stærðum og gerðum færi á að nýta bestu mögulegu netöryggisaðgerðir.
Stór fyrirtæki
Við gefum stærri fyrirtækjum tækifæri til að taka stjórnina þegar kemur að öryggi mikilvægra innviða og gagna. Þannig geta þau orðið leiðandi á sviði stafræns öryggis.
Viltu vita meira?
Hafðu samband til að kanna hvernig við getum eflt netöryggi þitt.