Fyrirtæki og stofnanir

Styrktu stöðu þína

Defend Iceland býður upp á byltingarkenndar forvirkar öryggisaðgerðir til að finna öryggisveikleika í net-, tölvu- og hugbúnaðarkerfum. Við bjóðum upp á samkeppnishæfa villuveiðigátt sem leggur áherslu á þróa og efla innlenda þekkingu.

Vertu með

Samtakamáttur í þágu stafræns öryggis

1. Verjum stafrænar eignir

Villuveiðigátt Verjum Ísland virkjar samtakamátt heiðarlegra hakkara og reyndra öryggissérfræðinga við að greina öryggisveikleika og fyrirbyggja að þeir valdi öryggisbrestum í stafrænum innviðum viðskiptavina.

2. Sókn er besta vörnin

Við viljum finna öryggisveikleika í net-, tölvu- og hugbúnaðarkerfum áður en tölvuglæpamennirnir gera það - og sjá til þess að viðskiptavinir okkar láti laga þá áður en þeir valda alvarlegum skaða.

3. Hæfustu hakkararnir

Viðskiptavinir okkar fá aðgang að hæfustu hökkurum landsins, ásamt reyndum öryggissérfræðingum, sem nýta sameinaða krafta til að styrkja stafrænar varnir viðskiptavina.

4. Stuðningur við smærri fyrirtæki

Stafrænt öryggi góðgerðarsamtaka og smærri fyrirtækja er mikilvægur hluti sterkra öryggisinnviða samfélagsins. Þess vegna fer hluti þjónustutekna Verjum Ísland í verðlaunafé heiðarlegra hakkara sem tilkynna öryggisveikleika í kerfum þessara aðila.

5. Þekking á stafrænu öryggi

Besta leiðin til að tryggja stafrænt öryggi er að auka þekkingu starfsfólks og sjá til þess að allir á vinnustaðnum séu meðvitaðir um hugsanlega öryggisveikleika og forvirkar öryggisaðgerðir.

6. Leiðandi á alþjóðavísu

Fyrirbyggjandi aðgerðir á borð við notkun villuveiðigáttar - og lýðvirkjun net- og hugbúnaðaröryggis - munu breyta öryggismenningu Íslands og skapa okkur sérstöðu á alþjóðlegum vettvangi.

Vertu meðFarðu úr vörn í sókn

Lítil fyrirtæki

Aðgengileg öryggisráðstöfun og allir græða

Sjáðu til þess að allt starfsfólk hafi þekkingu á stafrænu öryggi.

Stærri fyrirtæki

Tryggja mikilvægustu innviðina og vernda orðsporið

Vertu leiðandi á sviði stafræns öryggis.

Skráningin tekur tvær mínútur
Vertu með

Taktu þátt í að breyta stafrænni öryggismenningu Íslands.

Tilkynna veikleika

Þessi vefsíða notar vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun notenda af síðunni.