Skip To main content

Öruggara stafrænt samfélag

Defend Iceland er framsækið netöryggisfyrirtæki með sérhæfingu í forvirkum öryggisaðgerðum. Hjá okkur herma fremstu netöryggissérfræðingar landsins aðferðir netþrjóta og finna þannig öryggisveikleika í net-, tölvu- og hugbúnaðarkerfum fyrirtækja og stofnana.

Bóka kynningu

Villuveiðigátt

Netárásir eru gerðar í gegnum öryggisveikleika og þá er að finna í öllum kerfum fyrirtækja og stofnana samfélagsins.

Villuveiðigátt Defend Iceland er hugbúnaður þar sem öryggissérfræðingar herma aðferðir tölvuglæpamanna við leit að öryggisveikleikum. Hjá Defend Iceland fer veikleikaleitin fram allan sólarhringinn, allt árið um kring, í öllum kerfum viðskiptavina sem eru sýnileg frá internetinu. Þegar öryggisveikleikar finnast er hægt að laga þá og koma í veg fyrir að þeir verði nýttir til netárása.

Fyrirbyggjandi aðgerðir

Ríflega 95% þeirra öryggisveikleika sem netöryggissérfræðingar okkar finna voru áður óþekktir. Þetta hlutfall má rekja til þess að netöryggissérfræðingar á vegum Defend Iceland herma raunverulegar árásir og finna nýja veikleika í þeim sérsmíðuðu net- og hugbúnaðarinnviðum sem okkar viðskiptavinir nota.

1

Virkjum hæfileikaríkasta fólkið

Lykillinn að árangri Defend Iceland eru hæfileikaríkir netöryggissérfræðinga. Í villuveiðigáttinni virkjum við færni þeirra til að auka netöryggi alls samfélagsins.

2

Keyrum þetta í gang

Innleiðing hugbúnaðarins er einföld og leit öryggisveikleika fer af stað í kjölfarið.

3

Hermum árásir

Um leið og opnað er fyrir veikleikaleit byrja netöryggissérfræðingar okkar að herma árásir á net-, tölvu- og hugbúnaðarkerfi viðskiptavina.

4

Sönnum veikleikana

Starfsfólk Defend Iceland sannar öryggisveikleikana og metur alvarleika þeirra. Veikleikunum er forgangsraðað, öryggistækifærið kortlagt og nauðsynleg viðbrögð útlistuð.

5

Bregðumst við

Viðskiptavinir fá ítarlega tæknilega sönnun hvers veikleika og hagnýtar tillögur að úrbótum. Þeir hafa aðgang að sinni veikleikagátt þar sem þeir fá veikleikaskýrslur, samantekt allra öryggisveikleika og stöðu úrvinnslu þeirra.

6

Greiðum verðlaun

Viðskiptavinir greiða öryggissérfræðingum verðlaun fyrir sannaða veikleika.

7

Byggjum samfélagssjóð

Viðskiptavinir greiða 10% álagningu á hvern greiddan öryggisveikleika sem rennur beint í samfélagssjóð.

8

Tilkynna veikleika

Defend Iceland er vettvangur þar sem hægt er að tilkynna öryggisveikleika með ábyrgum hætti. Þannig gerum við netöryggi aðgengilegra fyrir öll og búum til öruggara stafrænt samfélag.

Samfélagssjóður

Með því að byggja upp Samfélagssjóð Defend Iceland leggja viðskiptavinir og netöryggissérfræðingar sitt af mörkum til að efla netöryggi alls samfélagsins. Úr sjóðnum er greitt fyrir öryggisveikleika sem finnast hjá óhagnaðardrifnum aðilum, þar sem viðkvæm gögn og innviðir eru undir.

Vertu með

Defend Iceland ætlar að tryggja öryggi tæknilegra innviða Íslands og auka þannig áfallaþol samfélagsins. Með því að ganga til liðs við okkur verður þú mikilvægur hlekkur í stafrænum almannavörnum þjóðarinnar.

Viðskiptavinir

Öryggissérfræðingar

Hagnýt öryggisráð

News

Defend Iceland gerir samning við Origo til að efla netöryggi

Við hjá Defend Iceland erum stolt af því að taka höndum saman við Origo til að efla netöryggi kerfa þeirra. Netárásir, sem nýta veikleika í hugbúnaði, halda áfram að aukast verulega. Það er mikilvægt að finna þessa veikleika áður en árásarmenn gera það – því í stafræna heimi okkar er heilsa alls vistkerfis hugbúnaðarins nauðsynleg til að halda nauðsynlegri þjónustu gangandi.
Lesa meira
News

Erindi Tedda á netöryggisráðstefnu Fjarskiptastofu

Í dag var Fjarskiptastofa/ECOI með netöryggisráðstefnu þar sem Theódór Ragnar Gíslason, framkvæmdastjóri okkar og stofnandi, var með erindi þar sem hann varpaði fram eftirfarandi spurningu: Erum við einum veikleika frá game over? Hvaða veikleiki væri svo krítískur á birgðahliðinni að það hefði gríðarleg áhrif ekki aðeins á fyrirtækið þitt heldur líka á samfélagið okkar?
Lesa meira

Hvað segja viðskiptavinir okkar?

Íslandsbanki

Innleiðingarferlið á villuveiðigátt Defend Iceland var hnökralaust og uppfyllti allar væntingar okkar, jafnvel sem snemmbúinn notandi. Allt virkaði eins og það átti að gera, sem gerir það auðvelt að byrja.

Fjármálageirinn
Landspítali

Þjónustan hefur reynst afar árangursrík. Við fengum niðurstöður aðeins nokkrum klukkustundum eftir að við fórum í loftið og gæði skýrslnanna hafa verið áhrifamikil og bent á bæði mikilvæg og upplýsandi atriði.

Heilbrigðisgeiri
Kóði

Eftir stuttan tíma sáum við árangur af þjónustunni þar sem öryggissérfræðingar gátu fundið veikleika sem höfðu verið til og opnir lengi. Þeir gáfu okkur einnig leiðbeiningar um hvernig ætti að laga þá.

Landsbankinn

Gæði þjónustunnar hafa stöðugt uppfyllt væntingar okkar og við kunnum að meta sérstaklega þann stuðning og svörun sem boðið er upp á. Möguleikinn til að sérsníða ákveðna þætti þjónustunnar til að samræmast betur þörfum okkar hefur verið verulegur kostur.

Fjármálageirinn

Viltu tilkynna öryggisveikleika?

Við hvetjum öll til að tilkynna öryggisveikleika sem þau að finna í net-, tölvu- og hugbúnaðarkerfum fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka víðsvegar um samfélagið.

Uppgötvun

Fannstu veikleika í net-, tölvu- eða hugbúnaðarkerfi? Gakktu til liðs við öryggissérfræðinga Defend Iceland og leggðu þitt af mörkum í baráttunni gegn tölvuglæpum.

Reynsla og þekking

Þekking þín og hæfileikar geta gegnt mikilvægu hlutverki við að styrkja netvarnir Íslands.

Leggðu þitt af mörkum

Gakktu í lið netöryggissérfræðinga Defend Iceland.

Þessi vefsíða notar vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun notenda af síðunni.