Um okkur

Defend Iceland

Defend Iceland var stofnað árið 2023 til að breyta stafrænni öryggismenningu Íslands. Við leggjum áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir á borð við notkun villuveiðigáttar og lýðvirkjun net- og hugbúnaðaröryggis. Í villuveiðigátt Defend Iceland leiðum við saman heiðarlega hakkara og fyrirtæki og stofnanir. Með þessu móti lýðvirkjum við þekkingu heiðarlegra hakkara í þágu stafræns öryggis Íslands, um leið og við aukum áfallaþol íslensks samfélags.

Vertu með

Hvert ætlum við?

Defend Iceland ætlar að umbreyta stafrænni öryggismenningu Íslands og búa til öruggara stafrænt samfélag.

Hvernig komumst við þangað?

Við notum fyrirbyggjandi öryggisaðgerðir, svo sem villuveiðigátt og lýðvirkjun, til að tryggja öryggi stafrænna innviða fyrirtækja og stofnana á Íslandi, með það markmið auka áfallaþol Íslands.

Við nýtum hæfileika heiðarlegra hakkara og sérþekkingu öryggissérfræðinga Defend Iceland til að herma árásir og aðferðir tölvuglæpamanna á net-, tölvu- og hugbúnaðarkerfi viðskiptavina okkar. Þannig finnum við öryggisveikleika kerfanna og komum með tillögur að úrbótum.

Villuveiðigátt Defend Iceland er sniðin að þörfum lítilla og meðalstórra fyrirtækja, innleiðing hennar er einföld og fljótleg og kostnaði er haldið í lágmarki. Þessi aðferðafræði býr til leiðarkerfi, vörur og þjónustu sem er eftirsótt á alþjóðlegum vettvangi.

Tilkynna veikleika

Þessi vefsíða notar vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun notenda af síðunni.