ALMENNIR SKILMÁLAR DEFEND ICELAND EHF. 07.01.2024

1. Almennt

1.1

Skilmálar þessir („skilmálar“) gilda um alla þjónustu sem Defend Iceland ehf., kt. 520623-1910, Borgartúni 37, 105 Reykjavík (hér eftir „Defend Iceland“ eða „félagið“) veitir viðskiptavinum sínum.

Þannig falla undir skilmálana allir samningar Defend Iceland við viðskiptavini þess um kaup á þjónustu, þar á meðal tilboð, verkbeiðnir og verklýsingar, nema um annað sé samið með skriflegum hætti.

Auk þessara almennu skilmála (með síðari breytingum) kunna að gilda á milli Defend Iceland og viðskiptavina félagsins sérstakir skilmálar og koma þeir þá fram í samningi aðila. Feli sérstakir skilmálar í sér frávik frá skilmálum þessum skulu þeir fyrrnefndu ganga framar þeim síðarnefndu.

2. Endurgjald og greiðsluskilmálar

2.1 Gjaldtaka og reikningar

Gjöld fyrir þjónustu eru listaverð í verðskrám félagsins, sérverð eða önnur tilgreind verð í samningi. Öll verð eru tilgreind án virðisaukaskatts, nema annað sé tekið fram.

Gjalddagi reikninga er 14 dögum eftir útgáfu þeirra og eindagi 6 dögum eftir gjalddaga. Athugasemdir skulu gerðar við reikninga án tafar og eigi síðar en á eindaga þeirra. Teljast reikningar annars samþykktir af hálfu viðskiptavinar.

Falli reikningur eða aðrar samningsskuldbindingar í eindaga ber viðskiptavini að greiða dráttarvexti í samræmi við lög nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu.

2.2 Aukaverk

Aukaverk teljast öll verk sem ekki falla innan samnings aðila. Slík verk eru reikningsfærð sérstaklega samkvæmt tímagjaldi. Fyrir slíka vinnu skal greitt samkvæmt gildandi verðskrám Defend Iceland á hverjum tíma, nema um annað hafi verið samið. Óski viðskiptavinur eftir úttekt á þeim verkefnum sem Defend Iceland vinnur eða þjónustu sem Defend Iceland veitir viðkomandi viðskiptavini skal t.a.m. greitt fyrir slíka vinnu sem aukaverk.

2.3 Útlagður kostnaður

Viðskiptavinur skal greiða útlagðan kostnað sem Defend Iceland hefur stofnað til í þágu viðskiptavinar. Sé um að ræða meiriháttar útgjöld eða kostnað mun Defend Iceland bera slík gjöld undir viðskiptavin áður en til þeirra er stofnað.

2.4. Breytingar á verðskrám og umsömdum gjöldum

Verðskrár Defend Iceland eru uppfærðar á 12 mánaða fresti í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs. Defend Iceland áskilur sér jafnframt einhliða rétt til að endurskoða umsamin gjöld m.t.t. breytinga á kostnaði Defend Iceland við að þjónusta viðskiptavin, nema um annað sé samið á milli aðila.

Að öðru leyti áskilur Defend Iceland sér rétt til að breyta verðskrám félagsins eftir þörfum hverju sinni.

Breytingar á verðskrám og umsömdum gjöldum skulu tilkynntar við

3. Skyldur og ábyrgðir viðskiptavinar

Viðskiptavinur ábyrgist að hann hafi heimild til að fela Defend Iceland að veita hina umsömdu þjónustu og að réttindi þriðja aðila séu með öllu virt í tengslum við þá þjónustu, hvort sem um er að ræða höfundarrétt, eignarrétt eða hvers kyns önnur réttindi.

Viðskiptavinur skal gera Defend Iceland kleift að veita hina umsömdu þjónustu, þ. á m. með því að veita aðgang að nauðsynlegum kerfum og eftir atvikum starfsstöð, eða eftir því sem nauðsynlegt er hverju sinni að mati Defend Iceland.

Viðskiptavinur ber ábyrgð á leiðbeiningum og fyrirmælum sem hann gefur Defend Iceland, sem og réttmæti upplýsinga sem hann veitir félaginu.

4. Skyldur og ábyrgð Defend Iceland

Defend Iceland ber ábyrgð á að hin umsamda þjónusta sé fullnægjandi og í samræmi við samning aðila.

Telji viðskiptavinur að þjónusta Defend Iceland sé haldin galla skal hann tilkynna Defend 1 Iceland um það um leið og hann verður gallans áskynja, án ástæðulauss dráttar

5. Skaðleysi af kröfu þriðja aðila

Viðskiptavinur skal halda Defend Iceland að fullu skaðlausu af hvers konar kröfum þriðja aðila sem byggja á því að hin umsamda þjónusta hafi brotið á réttindum viðkomandi þriðja aðila eða annarra.

6. Ábyrgðartakmarkanir

Defend Iceland ber ekki ábyrgð á tjóni nema það verði rakið til ásetnings eða stórkostlegs gáleysis félagsins eða starfsmanna þess.

Ábyrgð Defend Iceland takmarkast við beint tjón viðskiptavinar, og ber félagið því ekki ábyrgð á óbeinu eða afleiddu tjóni viðskiptavinar eða þriðja aðila, s.s. rekstrartapi, missis hagnaðar eða viðskiptavildar eða vanefndar viðskiptavinar á samningi við þriðja aðila.

Defend Iceland ber ekki ábyrgð á tjóni sem viðskiptavinur eða þriðji aðili, sem ekki er á vegum Defend Iceland, veldur.

Skapist bótaskylda á hendur Defend Iceland er hámarksbótaábyrgð Defend Iceland takmörkuð við þá upphæð sem hefur verið greidd af viðskiptavini til Defend Iceland á síðustu 6 mánuðum fyrir stofnun bótaskyldu, þó aldrei hærri fjárhæð en kr. 15.000.000.

Viðskiptavinur skuldbindur sig til að sjá til þess að ekki verði sett fram nein krafa eða ásökun á hendur neinum starfsmanni Defend Iceland, sem leggur á þá eða leitast við að leggja á þá ábyrgð í sambandi við hina veittu þjónustu. Ef einhver slík krafa eða ásökun verður að engu síður gerð ábyrgist viðskiptavinur að halda Defend Iceland og viðkomandi starfsmanni skaðlausum af öllum afleiðingum þess. Án áhrifa á framangreint skal sérhver starfsmaður Defend Iceland njóta hagsbóta af öllum undanþágum, takmörkunum, ákvæðum, skilyrðum og réttindum í skilmálum þessum sem eru til hagsbóta fyrir Defend Iceland eins og slík ákvæði væru beinlínis gerð til hagsbóta fyrir hann.

Ákvæði þessarar greinar gilda áfram þrátt fyrir lok samningssambands.

7. Óviðráðanleg atvik – Force Majeur

Geti Defend Iceland vegna óviðráðanlegra atvika ekki efnt skyldur sínar gagnvart viðskiptavini er félagið laust undan öllum skuldbindingum sínum um þann tíma sem óviðráðanleg atvik (e. force majeure) standa yfir og viðskiptavinur á ekki rétt til að beita vanefndaúrræðum gagnvart Defend Iceland, þ.m.t. kröfum um endurgreiðslu, afslátt, skaðabætur, uppsögn eða riftun.

Með óviðráðanlegum atvikum er átt við atburð eða aðstæður sem ekki eru á valdi Defend Iceland, enda sé þannig háttað um þau að Defend Iceland hafi ekki verið unnt að yfirvinna þau með eðlilegum ráðum. Án takmörkunar um almennt gildi þess sem að framan greinir skulu atburðir og atvik m.a. taka til styrjalda, uppreisna, skemmdarverka, óeirða, farsótta, náttúruhamfara, aðgerða stjórnvalda svo sem á sviði gjaldeyris- og viðskiptamála, viðskiptabanna, hafnabanna, almennra samgönguhindrana, flutningsbanna, orkuskorti og sambærilegum óviðráðanlegum atvikum í samskiptum við undirverktaka.

Komi til þess að óviðráðanleg atvik standi yfir í 30 daga samfellt eða lengur getur Defend Iceland rift eða sagt upp samningi við samningsaðila fyrirvaralaust án þess að baka sér bótaskyldu.

8. Hugverkaréttur og leyfi

8.1. Afurð Defend Iceland

Öll ráðgjöf Defend Iceland og hverskonar afurð af hinni umsömdu þjónustu er einungis ætluð viðkomandi viðskiptavini félagsins. Öðrum aðilum er óheimilt að reiða sig á ráðgjöfina, eða nýta afurðina með hverskonar hætti, nema fyrir liggi skriflegt samþykki félagsins

8.2. Hugbúnaðarleyfi

Hugbúnaðarleyfi sem Defend Iceland veitir viðskiptavini taka til notkunar á viðkomandi hugbúnaði á meðan samningur aðila er í gildi og viðskiptavinur greiðir umsamin gjöld.

Í þeim tilvikum sem Defend Iceland kemur fram sem endursöluaðili þá er sá aðili er veitir Defend Iceland réttinn til endursölu eigandi að höfundarrétti og hvers kyns öðrum réttindum á sviði hugverka- og auðkennaréttar, hvort sem um er að ræða vörumerkjarétt, hönnunarrétt, einkaleyfisrétt eða önnur réttindi, hvaða nafni sem þau nefnast, er lúta að hugbúnaðinum í Almennir skilmálar Defend Iceland ehf. 2 samræmi við skilmála eiganda sem gilda um hugbúnaðinn. Hugbúnaðarleyfi felur ekki í sér framsal slíkra réttinda að öðru leyti en því sem beinlínis er tekið fram í samningi aðila.

Viðskiptavinur skuldbindur sig til að nota hugbúnað í samræmi við samning aðila og lögvarin réttindi Defend Iceland og/eða þriðja aðila. Viðskiptavinur skuldbindur sig til að fylgja leiðbeiningum Defend Iceland, og eftir atvikum þriðju aðila, um notkun á hugbúnaði og skal viðskiptavinur sjá til þess að vélbúnaður viðskiptavinar og nauðsynlegar tengingar við hugbúnaðinn uppfylli gerðar kröfur, eftir því sem við á.

8.3. Búnaður, kerfi og efni viðskiptavinar/þriðja aðila

Í tengslum við þá þjónustu sem Defend Iceland veitir viðskiptavini kann félagið að fá aðgang að hverskonar búnaði (vél- og hugbúnaði) og kerfum viðskiptavinar, og eftir atvikum þriðja aðila, en öll réttindi að slíkum búnaði og kerfum tilheyra viðskiptavini, eða þriðja aðila, eftir því sem við á.

Viðskiptavinur ábyrgist að allar nauðsynlegar heimildir séu til staðar fyrir slíkum aðgangi Defend Iceland. Skal viðskiptavinur halda Defend Iceland skaðlausu af hvers konar kröfum þriðja aðila er byggja á því að slíkur aðgangur brjóti gegn betri rétti viðkomandi.

9. Trúnaðarskyldur

Aðilar skulu virða sem trúnaðarmál þær upplýsingar sem þeir kunna að öðlast vegna framkvæmdar samnings aðila, þ. á m. um efni samningsins, upplýsingatæknikerfi viðskipta-vinar, viðskiptamenn, viðskiptasambönd, rekstur, starfsemi, fjármál og viðskiptahætti gagnaðila.

Starfsmenn, verktakar og aðrir sem sinna verkefnum fyrir Defend Iceland eru bundnir trúnaðarskyldu samkvæmt samningi. Helst sú trúnaðarskylda eftir að samningi er lokið. Ákvæði þessarar greinar gilda áfram þrátt fyrir lok samningssambands.

10. Persónuvernd

Defend Iceland kemur fram sem ábyrgðaraðili í skilningi persónuverndarlaga hvað varðar vinnslu persónuupplýsinga tengiliða sem koma fram fyrir hönd fyrirtækja og annarra lögaðila í viðskiptum við Defend Iceland.

Komi til þess að Defend Iceland vinni persónuupplýsingar fyrir hönd viðskiptavinar í tengslum við þá þjónustu sem Defend Iceland veitir viðskiptavini, kemur viðskiptavinur fram sem ábyrgðaraðili slíkrar vinnslu í skilningi persónuverndarlaga og Defend Iceland sem vinnsluaðili. Undir slíkum kringumstæðum ábyrgjast Defend Iceland og viðskiptavinur að gera með sér vinnslusamning, og ef ekki er sérstakur samningur gerður gilda vinnsluskilmálar Defend Iceland, sem aðgengilegir eru á vefsíðu félagsins.

11. Vanefndir og vanefndaúrræði

Til vanefnda af hálfu viðskiptavinar og Defend Iceland teljast hvers kyns brot á skilmálum þessum og samningum aðila, þar með talið hvers kyns greiðsludráttur. Defend Iceland áskilur sér rétt til að hætta að veita og eftir atvikum loka þjónustu komi til vanefndar af hálfu viðskiptavinar.

Báðir samningsaðilar geta rift samningi án fyrirvara, ef um er að ræða verulega vanefnd af hálfu hins aðilans í samræmi við almennar reglur.

Enn fremur er Defend Iceland heimilt að beita öllum vanefndaúrræðum, þ.m.t. riftun, ef:

  1. viðskiptavinur greiðir ekki reikning Defend Iceland innan 30 daga eftir eindaga,
  2. viðskiptavinur uppfyllir ekki samningsbundna skyldu sína við Defend Iceland innan 30 daga frá dagsetningu skriflegrar áskorunar frá Defend Iceland um að efna skyldu sína, eða
  3. viðskiptavini er veitt heimild til greiðslustöðvunar, hann fær heimild til að leita nauðasamninga eða verður gjaldþrota.

Verði samningi rift af hálfu Defend Iceland ber viðskiptavini að greiða áfallin gjöld samkvæmt samningi aðila auk alls kostnaðar Defend Iceland. Enn fremur skal viðskiptavinur halda Defend Iceland skaðlausu af öllum útgjöldum og tekjumissi, sem Defend Iceland kann að verða fyrir vegna vanefnda viðskiptavinar á samningi. Almennir skilmálar Defend Iceland ehf. 3 Tilkynning um riftun skal vera skrifleg og send með sannanlegum hætti.

12. Framsal réttinda og undirverktakar

Defend Iceland er heimilt að útvista verkefnum í tengslum við samning aðila, að hluta eða öllu leyti, til þriðja aðila, að því marki sem heimilt er samkvæmt lögum og eftir atvikum skilmálum Defend Iceland um vinnslu persónuupplýsinga. Defend Iceland ábyrgist að viðskiptavinur sé látinn vita um slíka útvistun.

Viðskiptavinum er óheimilt að framselja réttindi sín og skyldur án samþykkis Defend Iceland.

13. Uppsagnarfrestur

Ef ekki er kveðið á um uppsagnarfrest í samningi aðila skal uppsagnarfrestur samnings vera 3 mánuðir. Uppsögn tekur gildi um mánaðarmót eftir að hún berst og byrjar þá uppsagnarfrestur að líða. Uppsögn skal vera skrifleg og afhent með sannanlegum hætti.

14. Samningslok

Við samningslok, af hvaða ástæðu sem er, skal viðskiptavinur greiða Defend Iceland útistandandi skuldir, eftir því sem við á. Þá skulu aðilar skila hvorum öðrum innan 10 daga hvers konar eignum, efni, gögnum eða trúnaðarupplýsingum sem látið hefur verið í té og sannanlega er í eigu gagnaðila eða hann hefur umráð yfir.

Öll vinna sem Defend Iceland sinnir vegna samningsloka er gjaldfærð á viðskiptavin samkvæmt verðskrám félagsins, nema um annað sé sérstaklega samið.

15. Lög og varnarþing

Samningssamband Defend Iceland við viðskiptavini félagsins fellur undir íslensk lög.

Komi til ágreinings sem ekki tekst að leysa skal ágreiningsmál rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Ef einhver ákvæði skilmála þessara eða samnings aðila eru í andstöðu við ófrávíkjanleg lög og reglur sem um þá gilda eða ef slík ákvæði eru dæmd ógild af dómstóli sem hefur lögsögu yfir samningsaðilum, skulu slík samningsákvæði umorðuð á þann veg að sem minnst röskun verði á upphaflegum tilgangi aðila innan ramma viðkomandi laga og dómsúrlausna, og skulu ákvæði skilmálanna og/eða samnings aðila að öðru leyti halda fullu gildi.

16. Breytingar á skilmálum

Defend Iceland áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum og munu breytingar verða tilkynntar með 30 daga fyrirvara á heimasíðu félagsins.

Þessi vefsíða notar vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun notenda af síðunni.