Skip To main content
Netöryggissérfræðingar

Vertu með

Viltu leggja þitt af mörkum til að búa til öruggara stafrænt samfélag? Langar þig að vera hluti af öflugu samfélagi fremstu netöryggissérfræðinga landsins, dýpka þekkingu þína og fá verðlaun fyrir að finna öryggisveikleika? Villuveiðigátt Defend Iceland opnar fjölda tækifæra fyrir metnaðarfulla netöryggissérfræðinga.

Sækja um

Af hverju að vera með?

Öruggara samfélag

Þú getur nýtt hæfileika þína til að finna öryggisveikleika í ólíkum kerfum og um leið búið til öruggara stafrænt samfélag.

Peningaverðlaun

Þú getur fengið greitt allt að 500.000 kr. fyrir öryggisveikleika sem þú finnur.

Verðmæt símenntun

Þú lærir nýjar og framsæknar aðferðir til að auka netöryggi.

Samfélag netöryggissérfræðinga

Þú verður hluti af öflugum hópi netöryggissérfræðinga, átt í samskiptum við þá á Discord rás Defend Iceland og keppir við þá um hver finnur flesta öryggisveikleika.

Sæktu um núna!

“Fyrir heiðarlegan hakkara eins og mig hefur Defend Iceland hjálpað mér að losa um spennu í formi adrenalíns, aukið þekkingu mína umtalsvert, gefið mér ágætan aukapening, en ekki síst ómælda ánægju. En fyrst og fremst tek ég þátt í villuveiðigáttinni til að auka þekkingu mína og fá meiri reynslu. Svo er bara gaman að gramsa í allskonar útfærslum af þjónustum og hugsa út fyrir boxið, með það markmið að þjálfa hakkarann innra með mér.”

- Öryggissérfræðingur hjá Defend Iceland

Verðlaunafé

Öryggissérfræðingum er greitt fyrir öryggisveikleika sem þeir finna og greiðslur hækka í takt við alvarleika veikleikanna.

Viðurkenningar

Framúrskarandi öryggissérfræðingar ná forskoti í keppni við aðra sérfræðinga.

Vertu með

Sæktu um og leggðu þitt af mörkum til að búa til öruggara stafrænt samfélag.

Þessi vefsíða notar vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun notenda af síðunni.