Netöryggi fyrir öll
Villuveiðigáttin okkar er einstök að því leyti að hún er samfélagsdrifin. Með sjóð sem er fjármagnaður af fyrirtækjum sem fjárfesta í eigin öryggi en vilja með því að auka eigið öryggi jafnframt stuðla að því að vernda Ísland. Á sama tíma er sjóðurinn hannaður til að gagnast til dæmis góðgerðarfélögum, sprotafyrirtækjum og opinberum stofnunum með takmarkað fjármagn.
Sjóðurinn er byggður á samfélagslegri ábyrgð þeirra stofnana og fyrirtækja sem hafa fjárráð til að fjármagna eigin villuveiðigátt og sýna vilja til að hjálpa við að fjármagna kerfi sem er hannað fyrir samfélagið í heild sinni.
Samfélagssjóðurinn er hugsaður sem leið til að hvetja netöryggissérfræðinga til að tilkynna um öll tilvik öryggisveikleika sem finnast í samfélaginu okkar, sama hver verður fyrir áhrifum.
Virkjum sérþekkingu
Með samfélagssjóðnum búum við til hvatakerfi þar sem sérþekking og færni netöryggsérfræðinga er virkjuð með hag samfélagsins að leiðarljósi.
Þannig nálgumst við netöryggi Íslands með heildstæðum hætti en framtíðarsýn Defend Iceland er að öll fyrirtæki og stofnanir á Íslandi geti nýtt villuveiðigáttina til að auka netöryggi sitt.
Ábyrg tilkynning öryggisveikleika
Ábyrg tilkynning öryggisveikleika (Responsible Vulnerability Disclosure) er samþætt villuveiðigátt Defend Iceland og aðgreinir hana frá öðrum netöryggislausnum. Við leggjum áherslu á stafrænt öryggi samfélagsins alls, ekki bara okkar viðskiptavina, og erum vettvangur þar sem hægt er að tilkynna öryggisveikleika sem finnast í öllum kerfum samfélagsins.
Uppbygging sjóðsins
Samfélagssjóðurinn er annars vegar fjármagnaður af viðskiptavinum Defend Iceland og hins vegar af samfélagi öryggissérfræðinga.
Framlag viðskiptavina byggir á greiddu verðlaunafé fyrir öryggisveikleika en ofan á þær greiðslur leggjast 10%, sem er framlag viðskiptavinar í sjóðinn í hvert sinn sem hann greiðir fyrir veikleika. Samfélagssjóðurinn stækkar því með hverjum öryggisveikleikanum sem finnst
Netöryggissérfræðingar hafa kost á því að leggja valfrjáls framlög í sjóðinn af sínu eigin verðlaunafé.
Verðlaunafé sem greitt er úr sjóðnum tekur mið af stöðu hans hverju sinni og mögulegum áhrifum veikleika á stafrænt samfélag Íslands.
Fannstu öryggisveikleika?
Tilkynntu veikleikann
Við vinnum úr veikleikanum og komum skýrslu með tillögu að lagfæringu til þeirra sem þurfa að laga hann.
Vertu með!
Þekking þín og hæfileikar geta gegnt mikilvægu hlutverki við að styrkja varnir Íslands og auka áfallaþol samfélagsins.