Defend Iceland
Defend Iceland var stofnað af Theódóri R. Gíslasyni árið 2023 til að þróa samnefnda villuveiðigátt, hugbúnað þar sem fremstu netöryggissérfræðingar landsins herma aðferðir netþrjóta til að finna öryggisveikleika í net-, tölvu- og hugbúnaðarkerfum.
Bóka kynninguTeymið
Samstarfsaðilar
Vegferð Defend Iceland byggir á samstarfi við leiðandi fyrirtæki, stofnanir og háskóla, sem öll eiga það sameiginlegt að deila framtíðarsýn um öruggara stafrænt samfélag.
Hvert ætlum við?
Defend Iceland ætlar að umbreyta stafrænni öryggismenningu og búa til öruggara stafrænt samfélag.
Hvernig komumst við þangað?
Við notum forvirkar öryggisaðgerðir til að tryggja öryggi stafrænna innviða fyrirtækja og stofnana, með það að markmiði að auka áfallaþol samfélaga.
Við virkjum hæfileika öryggissérfræðinga Defend Iceland til að herma árásir og aðferðir tölvuglæpamanna á net-, tölvu- og hugbúnaðarkerfi viðskiptavina okkar.
Þannig finnum við öryggisveikleika kerfanna og komum með tillögur að úrbótum.
Villuveiðigátt Defend Iceland er sniðin að þörfum lítilla og meðalstórra fyrirtækja, innleiðing hennar er einföld, fljótleg og kostnaði er haldið í lágmarki.
Viltu tilkynna öryggisveikleika?
Við hvetjum öll til að tilkynna öryggisveikleika sem þau að finna í net-, tölvu- og hugbúnaðarkerfum fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka víðsvegar um samfélagið.
Uppgötvun
Fannstu veikleika í net-, tölvu- eða hugbúnaðarkerfi? Gakktu til liðs við öryggissérfræðinga Defend Iceland og leggðu þitt af mörkum í baráttunni gegn tölvuglæpum.
Reynsla og þekking
Þekking þín og hæfileikar geta gegnt mikilvægu hlutverki við að styrkja netvarnir Íslands.
Leggðu þitt af mörkum
Gakktu í lið netöryggissérfræðinga Defend Iceland.