Skip To main content
Villuveiðigátt

Forvirkar netöryggisráðstafanir

Auk þess að vera villuveiðigátt með sérstaka áherslu á samfélagið, stefnir Defend Iceland á að vera miðstöð þekkingar og vitundar um opinbert netöryggi. Markmið okkar er að breyta netöryggismenningu samfélagsins með því að draga fram upplýsingar um öryggisveikleika og vera þjálfunar vettvangur fyrir fyrirtæki, tölvunarfræðinga og almenning.

Bóka kynningu

Hvað er villuveiðigátt?

Hjá Defend Iceland snúum við vörn í sókn og finnum öryggisveikleika á undan árásaraðilum, svo hægt sé að laga þá og koma í veg fyrir öryggisbrest.

Villuveiðigátt er þjónusta sem tengir saman fyrirtæki og netöryggissérfræðinga til að bera kennsl á og laga öryggisveikleika í kerfum þeirra.

Fyrirtæki skrá sig hjá Defend Iceland og fá þá aðgang að villuveiðigátt sem býður netöryggissérfræðingum upp á verðlaun fyrir að finna og tilkynna tilteknar tegundir af veikleikum í hugbúnaði, vefsíðum eða forritum.

Netöryggissérfræðingarnir taka þátt með því að prófa kerfi innan tilgreinds umfangs og skila ítarlegum skýrslum um niðurstöður sínar.

Villuveiðigátt Defend Iceland auðveldar örugga samskipti, heldur utan um innsendar skýrslur og tryggir greiðslur á verðlaunafé til netöryggissérfræðinga. Villuveiðigáttin hjálpar fyrirtækjum einnig að efla netöryggi sitt á hagkvæman hátt með því að nýta sér færni hæfileikaríkra netöryggissérfræðinga í samfélaginu.

Defend Iceland er einstök villuveiðigátt á landsvísu sem sker sig frá öðrum villuveiðigáttum úti í heimi með að því að flýta fyrir innleiðingu villuveiðigátta hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum (SME) og opinberum stofnunum. Við gerum það með því að bjóða upp á framsækna villuveiðigátt sem fjarlægir algengar hindranir sem hingað til hafa tafið fyrir innleiðingu slíkra lausna.

Ríflega 95% þeirra öryggisveikleika sem netöryggissérfræðingar okkar finna voru áður óþekktir. Þetta hlutfall má rekja til þess að netöryggissérfræðingar á vegum Defend Iceland herma raunverulegar árásir og finna nýja veikleika í þeim sérsmíðuðu net- og hugbúnaðarinnviðum sem okkar viðskiptavinir nota. Hefðbundin veikleika- og skönnunartól treysta á þekkta (https://www.cvedetails.com/) veikleika og gefur því tölfræði Defend Iceland það til kynna að meiri líkur séu á því að óþekktir veikleikar séu til staðar heldur en þekktir sé miðað við viðskiptamannahóp Defend Iceland.

Villuveiðigáttin er forvirk netöryggisaðgerð þar sem sérþekking og hæfileikar netöryggissérfræðinga er virkjuð samfélaginu til góðs. Með þessari lýðvirkjun nýtast kraftar fjöldans til að finna öryggisveikleika í kerfum fyrirtækja og meðhöndla þá, áður en þeir valda alvarlegu netinnbroti, gagnagíslatöku eða gagnaleka.

Framtíðarsýn Defend Iceland er að öll fyrirtæki og stofnanir á Íslandi hafi aðgang að villuveiðigáttinni. Þannig eflum við öryggi stafrænna innviða Íslands og aukum áfallaþol samfélagsins. 

Viltu tilkynna öryggisveikleika?

Við hvetjum öll til að tilkynna öryggisveikleika sem þau að finna í net-, tölvu- og hugbúnaðarkerfum fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka víðsvegar um samfélagið.

Uppgötvun

Fannstu veikleika í net-, tölvu- eða hugbúnaðarkerfi? Gakktu til liðs við öryggissérfræðinga Defend Iceland og leggðu þitt af mörkum í baráttunni gegn tölvuglæpum.

Reynsla og þekking

Þekking þín og hæfileikar geta gegnt mikilvægu hlutverki við að styrkja netvarnir Íslands.

Leggðu þitt af mörkum

Gakktu í lið netöryggissérfræðinga Defend Iceland.

Þessi vefsíða notar vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun notenda af síðunni.