Netöryggi fyrir öll
Ert þú góðgerðarfélag eða sprotafyrirtæki?
Samfélagssjóðurinn gerir góðgerðarfélögum, stofnunum og litlum fyrirtækjum kleift að fá vernd gegn netógnum, jafnvel þótt þau hafa ekki fjárhagslega burði til að fjárfesta í eigin netöryggisáætlun. Þegar heiðarlegu hakkararnir finna veikleika í þeirra kerfum tryggjum við að þeir fái greitt úr sjóðnum. Þannig sameinumst við - fyrirtæki, heiðarlegir hakkarar og samfélagið - með það markmið að styrkja alla keðjuna og byggja jákvæða öryggismenningu sem verndar alla.
Sækja umSamfélagssjóður
Með því að byggja upp Samfélagssjóð Defend Iceland leggja viðskiptavinir og netöryggissérfræðingar sitt af mörkum til að efla netöryggi alls samfélagsins. Úr sjóðnum er greitt fyrir öryggisveikleika sem finnast hjá óhagnaðardrifnum aðilum, þar sem viðkvæm gögn og innviðir eru undir.
Villuveiðigátt
Netárásir eru gerðar í gegnum öryggisveikleika og þá er að finna í öllum kerfum fyrirtækja og stofnana samfélagsins.
Villuveiðigátt Defend Iceland er hugbúnaður þar sem öryggissérfræðingar herma aðferðir tölvuglæpamanna við leit að öryggisveikleikum. Hjá Defend Iceland fer veikleikaleitin fram allan sólarhringinn, allt árið um kring, í öllum kerfum viðskiptavina sem eru sýnileg frá internetinu. Þegar öryggisveikleikar finnast er hægt að laga þá og koma í veg fyrir að þeir verði nýttir til netárása.

Hvað segja viðskiptavinir okkar?
Viltu tilkynna öryggisveikleika?
Uppgötvun
Fannstu veikleika í net-, tölvu- eða hugbúnaðarkerfi? Gakktu til liðs við öryggissérfræðinga Defend Iceland og leggðu þitt af mörkum í baráttunni gegn tölvuglæpum.
Reynsla og þekking
Þekking þín og hæfileikar geta gegnt mikilvægu hlutverki við að styrkja netvarnir Íslands.
Leggðu þitt af mörkum
Gakktu í lið netöryggissérfræðinga Defend Iceland.