Defend Iceland
Í villuveiðigátt Defend Iceland koma fremstu netöryggissérfræðingar landsins saman til að finna öryggisveikleika í kerfum fyrirtækja og stofnana. Með því að finna veikleikana getum við lagað þá og komið í veg fyrir að hægt sé að nýta þá til net- og tölvuárása. Þannig búum við til jákvæða öryggismenningu og sköpum öruggara stafrænt samfélag.
Sækja umVilluveiðigátt
Í villuveiðigátt Defend Iceland herma öryggissérfræðingar aðferðir tölvuglæpamanna við leit að öryggisveikleikum.
Tölvuglæpamenn finna öryggisveikleika eða villu í net-, tölvu- og hugbúnaðarkerfum og nýta sér þá til að brjótast inn og ná stjórn á kerfunum. Markmið þeirra er að ná stjórn á hugbúnaði kerfanna, taka vefi niður eða komast yfir stafræn gögn og halda þeim í gíslingu þar til fórnarlömb árásanna greiða lausnargjald fyrir gögnin.
Markmið Defend Iceland er að finna öryggisveikleika á undan tölvuglæpamönnum og sjá til þess að þeir verði lagfærðir áður en hægt er að valda alvarlegum skaða.
Vertu með
Defend Iceland ætlar að tryggja öryggi tæknilegra innviða Íslands og auka þannig áfallaþol samfélagsins. Með því að ganga til liðs við okkur tryggir þú ekki aðeins öryggi þinna viðskiptavina heldur verður um leið mikilvægur hlekkur í stafrænum almannavörnum þjóðarinnar.
Teymið
Veikleikanefnd
Samstarfsaðilar
Vegferð Defend Iceland byggir á samstarfi við leiðandi fyrirtæki, opinberar stofnanir og rannsóknarháskóla, sem öll eiga það sameiginlegt að deila framtíðarsýn um öruggt stafrænt samfélag.
Viltu tilkynna öryggisveikleika?
Fannstu veikleika í net-, tölvu- eða hugbúnaðarkerfi? Gakktu til liðs við öryggissérfræðinga Defend Iceland og leggðu þitt af mörkum í baráttunni við tölvuglæpi.
Þekking þín og hæfileikar geta gegnt mikilvægu hlutverki við að styrkja varnir Íslands og áfallaþol samfélagsins.
Gakktu í lið heiðarlegra hakkara Defend Iceland