Defend Iceland

Í villuveiðigátt Defend Iceland koma fremstu netöryggissérfræðingar landsins saman til að finna öryggisveikleika í kerfum fyrirtækja og stofnana. Með því að finna veikleikana getum við lagað þá og komið í veg fyrir að hægt sé að nýta þá til net- og tölvuárása. Þannig búum við til jákvæða öryggismenningu og sköpum öruggara stafrænt samfélag.

Sækja um

Villuveiðigátt

Í villuveiðigátt Defend Iceland herma öryggissérfræðingar aðferðir tölvuglæpamanna við leit að öryggisveikleikum.

Tölvuglæpamenn finna öryggisveikleika eða villu í net-, tölvu- og hugbúnaðarkerfum og nýta sér þá til að brjótast inn og ná stjórn á kerfunum. Markmið þeirra er að ná stjórn á hugbúnaði kerfanna, taka vefi niður eða komast yfir stafræn gögn og halda þeim í gíslingu þar til fórnarlömb árásanna greiða lausnargjald fyrir gögnin.

Markmið Defend Iceland er að finna öryggisveikleika á undan tölvuglæpamönnum og sjá til þess að þeir verði lagfærðir áður en hægt er að valda alvarlegum skaða.

Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi

Villuveiðigátt Defend Iceland er sniðin að þörfum íslenskra fyrirtækja og stofnana, innleiðing hennar er einföld og fljótleg og kostnaði er haldið í lágmarki.

Sjáðu hvernig þetta virkar
1

Keyrum þetta í gang

Fyrsta skrefið er að setja villuleitarherferð fyrirtækis eða stofnunar upp á villuveiðigátt Defend Iceland.

2

Öryggi alla leið

Við gerum trúnaðarsamninga við öryggissérfræðingana sem taka þátt í villuveiðiherferðinni, enda er upplýsingaöryggi viðskiptavina okkar forgangsmál.

3

Finnum veikleikana

Öryggissérfræðingar Defend Iceland líkja eftir aðferðafræði tölvuglæpamanna og herma árásir á net-, tölvu- og hugbúnaðarkerfi viðskiptavinar. Þannig finnum við öryggisveikleika kerfanna.

4

Metum þá

Veikleikanefnd, skipuð óháðum öryggissérfræðingum, metur alvarleika allra öryggisveikleika og forgangsraðar nauðsynlegum viðbrögðum í samræmi við það.

5

Bregðumst við

Öryggissérfræðingar Defend Iceland fara yfir öryggisveikleika með viðskiptavini.

6

Verðlaunum

Öryggissérfræðingarnir sem tóku þátt í villuveiðiherferðinni er greitt fyrir villurnar sem þeir fundu. Verðlaunafé hækkar í takt við alvarleika öryggisveikleika.

7

Veitum endurgjöf

Viðskiptavinur fær ítarlega samantekt á þeim öryggisveikleikum sem fundust í villuveiðiherferðinni, ásamt tillögum öryggissérfræðinga Defend Iceland að úrbótum.

Ábyrg birting veikleikanna sem við finnum gerir fleirum kleift af lagfæra þá í sínum kerfum og eykur þannig öryggi samfélagsins alls. Þegar fram í sækir verða lýsingar á öryggisveikleikum birtar á vef Defend Iceland, með samþykki þeirra fyrirtækja þar sem veikleikarnir finnast og undir nafnleynd.

Vertu með

Vertu með

Defend Iceland ætlar að tryggja öryggi tæknilegra innviða Íslands og auka þannig áfallaþol samfélagsins. Með því að ganga til liðs við okkur tryggir þú ekki aðeins öryggi þinna viðskiptavina heldur verður um leið mikilvægur hlekkur í stafrænum almannavörnum þjóðarinnar.

Fyrirtæki

Öryggissérfræðingar

Teymið

Theódór R. Gíslason
Framkvæmdastjóri og stofnandi
Hörn Valdimarsdóttir
Rekstrarstjóri
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Viðskiptaþróunar-, sölu- og markaðsstjóri
Markús Kötterheinrich
Tækni- og þróunarstjóri
Hjörtur Pálmi Pálsson
Netöryggis- og samfélagsstjóri
Hugrún Helga Stefánsdóttir
Markaðs- og sölufulltrúi
Patrekur Örn Friðriksson
Hugbúnaðarsérfræðingur

Veikleikanefnd

Theódór R. Gíslason
Defend Iceland
Guðmundur Sigmundsson
CERT-IS
Magni R. Sigurðsson
CERT-IS
Jacqueline Clare Mallett
Háskólinn í Reykjavík

Samstarfsaðilar

Vegferð Defend Iceland byggir á samstarfi við leiðandi fyrirtæki, opinberar stofnanir og rannsóknarháskóla, sem öll eiga það sameiginlegt að deila framtíðarsýn um öruggt stafrænt samfélag.

Certis
Háskólinn í Reykjavík
Háskóli Íslands
Stjórnarráðið
Fjarskiptastofa
Syndis
eu
eccc
Tækniþróunarsjóður

Viltu tilkynna öryggisveikleika?

Lýðvirkjun gegnir lykilhlutverki við að tryggja örugga tæknilega innviði íslensks samfélags. Við hvetjum öll til að tilkynna þá öryggisveikleika sem þau kunna að finna í net-, tölvu- og hugbúnaðarkerfum fyrirtækja og stofnana.

Fannstu veikleika í net-, tölvu- eða hugbúnaðarkerfi? Gakktu til liðs við öryggissérfræðinga Defend Iceland og leggðu þitt af mörkum í baráttunni við tölvuglæpi.

Þekking þín og hæfileikar geta gegnt mikilvægu hlutverki við að styrkja varnir Íslands og áfallaþol samfélagsins.

Gakktu í lið heiðarlegra hakkara Defend Iceland

Tilkynna veikleika

Þessi vefsíða notar vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun notenda af síðunni.