Skip To main content
Velkomin á Haddix námskeiðið!

Skráðu þig núna!

Jason Haddix, einn færasti heiðarlegi hakkari heims er að mæta til Íslands til að kenna þriggja daga masterclass í öryggisveikleika leit (e. vulnerability hunting)

Persónuupplýsingar

Fyrirtæki

This form is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.

Upplýsingar um námskeiðið

Eitt af grunngildum Defend Iceland er að styðja við og efla netöryggisþekkingu í okkar samfélagi og meðal viðskiptavina. Því er okkur sönn ánægja að tilkynna að Defend Iceland, í samstarfi við Jason Haddix, mun halda sérfræðinámskeið (e. masterclass) í veikleika leit (e. vulnerability hunting) dagana 21.-23. janúar 2025. Þetta er einstakt tækifæri til að læra beint af einum færasta hakkara heims.

Hver er Jason Haddix?

Jason Haddix er einn færasti heiðarlegi hakkari heims með yfir 20 ára reynslu í netöryggi og hefur hlotið viðurkenningu sem einn af fremstu sérfræðingum á erlendum villuveiðigáttum. Jason er forstjóri Arcanum Information Security og 'Field CISO' hjá Flare.io. Hann hefur flutt fjölmörg erindi á stærstu öryggisráðstefnum heims, þar á meðal DefCon, Blackhat og fleiri.

Um námskeiðið

  • Dagsetning: 21. til 23. janúar 2025 (09:00 - 16:30)
  • Staðsetning: Háskólinn í Reykjavík
  • Tungumál: Enska
  • Dagskrá: Skoða dagskrá (PDF)
  • Verð: 299.000 kr. á mann

Þetta þriggja daga námskeið, sem nefnist “The Bug Hunter's Methodology”, fræðir þátttakendur um þau tól og aðferðafræði sem árásaraðilar nota til að finna veikleika í kerfum fyrirtækja. Áhersla er lögð á tól, þjónustur og sjálfvirkni (e. automation) sem nýtast til að greina stafrænt fótspor fyrirtækja á netinu og auka árásarflöt. Einnig er farið yfir hvernig árásaraðilar geta beitt upplýsingum sem þeir finna gegn fyrirtækjum. Upptökur af námskeiðinu verða aðgengilegar fyrir skráða þátttakendur allt að tveimur vikum eftir lok þess. Nánari útlistun á efnisatriðum námskeiðsins er viðhengt.

Námskeiðið verður tengt Discord-samfélagi Defend Iceland, þar sem sérstakur stjórnandi mun tryggja að spurningum þátttakenda sé svarað. Haddix mun þar einnig deila gagnlegum tenglum, tólum og öðrum fróðleik.

Tryggið ykkur sæti!

Þessi vefsíða notar vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun notenda af síðunni.