Skip To main content

Skráning á viðburð

404 Villa! Happy hour fannst ekki

Hvar? Fantasíu sal á Vinnustofu Kjarval (2.hæð)

Hvenær? 8. maí 2025 (16:00 - 18:00)

Defend Iceland býður í Happy Hour með netöryggis- og varnarmála ívafi í samstarfi við miðstöð stafrænnar nýsköpunar (EDIH-IS) og Rannís. Viðburðurinn er opinn öllum sem hafa áhuga en skráning er nauðsynleg.

Upplýsingar

This form is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.

Upplýsingar um viðburðinn

Hvað er betra en að fá sér frískandi drykk eftir vinnu og hlusta á eldheitar umræður um öryggis- og varnarmál? Með viðburðinum langar okkur að vekja bæði athygli og umræðu á nauðsynlegri nýsköpun, þéttara samstarfi og gagnsæi þegar kemur að varnarmálum Íslands, þá sérstaklega netöryggi. Markmiðið er að eiga góða stund saman og við lofum góðum umræðum.

Defend Iceland býður upp á fordrykk á meðan birgðir endast svo verða sérstök tilboð á barnum.

Dagskrá

  • 16:00 - Hús opnar, fordrykkur í boði Defend Iceland
  • 16:30 - Dagskrá hefst
  • 16:45 - Panelumræður:
    • Ávallt viðbúin, aldrei tilbúin. Hvernig verjum við stafræn landamæri Íslands?
    • Pallborðsþátttakendur eru:
    • Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar (CERTIS)
    • Erlingur Erlingsson, hernaðarsagnfræðingur
    • Gyða Bjarkadóttir, Defender hjá Defend Iceland
    • Bæring Logason, Upplýsingaöryggisstjóri (CISO) hjá ISAVIA
    • Pallborðsstjórnandi: Sóley Kaldal, áhættustýringar- & öryggisverkfræðingur og sérfræðingur á skrifstofu auðlinda hjá Atvinnuvegaráðuneytinu
  • 17:30 - Happy Hour

Hlökkum til að sjá þig!

Defend Iceland teymið

Þessi vefsíða notar vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun notenda af síðunni.