Alþjóðlegur dagur heiðarlegra hakkara
Í dag fögnum við alþjóðadegi heiðarlegra hakkara / International Day of Ethical Hackers!
Heiðarlegir hakkarar Defend Iceland, netöryggissérfræðingarnir okkar, hafa sannarlega lagt sitt af mörkum við að gera stafrænt samfélag á Íslandi öruggara.
Frá því að við fórum í loftið í mars á þessu ári hafa þeir fundið 137 öryggisveikleika hjá 20 viðskiptavinum í gegnum villuveiðigátt Defend Iceland! Það sem meira er, 95% af þessum veikleikum voru áður óþekktir og um 19% þeirra voru flokkaðir sem krítískir veikleikar; þeir gátu leitt til alvarlegra gagnaleka eða gagnagíslaárása.
Framlag heiðarlegra hakkara er gríðarlega mikilvæg í baráttunni við netárásir enda finna þeir öryggisveikleika á undan netárásarhópum! Það er þeim að þakka að það er hægt að laga veikleikana áður en þeir eru notaðir til innbrota.
Til hamingju með daginn heiðarlegu hakkarar og takk fyrir allt ykkar framlag!