DrupalCon Europe 2024
Við erum spennt að segja frá því að stofnandi okkar og framkvæmdastjóri, Theódór Ragnar Gíslason, flutti hvetjandi erindi á hinni virtu ráðstefnu, DrupalCon Europe sem haldin var í Barcelona í ár. Þar lagði Teddi áherslu á framtíðarsýn og vegferð Defend Iceland! Vegferðin frá því að vera ungur hakkari yfir í að stofna netöryggisfyrirtæki eins og Syndis og Defend Iceland var ekki alltaf auðveld! Kærar þakkir til Baddy Sonja Breidert og flotta teymisins hjá 1xINTERNET fyrir ómetanlegan stuðning.
Drupal samfélagið sýnir kraft samvinnunar, sýnir hvað hægt er að áorka þegar við sameinumst krafta okkar í átt að sameiginlegu markmiði. Þessi gildi tengjast okkar markmiðum um að byggja upp öruggari stafræn samfélög.
Vertu með í þessari vegferð: “Come for the Bounty - Stay for the Community!”