Skip To main content

Guðmundur Fertram fjárfestir í Defend Iceland

Guðmundur Fertram í Kerecis Fjárfestir í Defend Iceland

Við hjá Defend Iceland erum stolt af því að tilkynna nýja fjárfestingu frá fjárfestingafélagi í eigu Guðmundar Fertrams Sigurjónssonar, stofnanda Kerecis, og fjölskyldu hans. Með þessari fjárfestingu styðja þau við framtíðarsýn okkar um öruggara stafrænt samfélag með þróun á villuveiðigátt okkar og öðrum lausnum. Ísland er fyrsti markaðurinn þar sem þessi tækni verður sannreynd og prófuð í raunumhverfi.

Villuveiðigátt – Fyrirbyggjandi netöryggi

Netárásir byggja oft á öryggisveikleikum í hugbúnaði og netkerfum. Villuveiðigáttin okkar hermir eftir aðferðum tölvuhakkara og skipulagðra netárásarhópa til að finna veikleika áður en árásaraðilar geta nýtt sér þá. Með þessu veitum við fyrirtækjum og stofnunum forskot í netöryggismálum.

Tölfræði okkar sýnir að yfir 95% þeirra veikleika sem Defend Iceland greinir eru áður óþekktir í hefðbundnum skönnunartólum. Þetta undirstrikar mikilvægi nýrra og markvissari lausna í netöryggi.

Öflugir fjárfestar styðja áframhaldandi vöxt

„Það er mikið gleðiefni að fá farsæla og reynslumikla frumkvöðla á borð við Guðmund Fertram og Fanneyju inn í eigendahóp Defend Iceland. Fjárfesting þeirra, sérþekking og reynsla mun styðja við áframhaldandi vöruþróun og vöxt félagsins á markaði þar sem þörfin fyrir fyrirbyggjandi netöryggisaðgerðir eykst sífellt. Við erum þakklát fyrir traustið sem þau sýna okkur og hlökkum til samstarfsins,“ segir Theódór Ragnar Gíslason, stofnandi Defend Iceland.

Guðmundur Fertram Sigurjónsson tekur undir: „Netglæpum fjölgar hratt og aðferðarfræði Defend Iceland er einstök og svarar þeim áskorunum sem fyrirtæki og stofnanir um allan heim glíma við. Hugmyndafræðin og tæknilausnirnar sem eru í þróun eiga erindi út um allan heim og okkur hlakkar til að taka þátt í þeirri vegferð.“

Fanney Kr. Hermannsdóttir bætir við: „Netöryggi er ekki bara mikilvægt fyrir fyrirtæki, heldur fyrir allt samfélagið. Það er ánægjulegt að fá að taka þátt í að byggja upp öruggara stafrænt umhverfi fyrir alla. Við trúum á framtíðarsýn Defend Iceland og sjáum hana sem mikilvægt framlag til öruggara samfélags.“

Samfélagssjóður Defend Iceland

Við leggjum mikla áherslu á samstöðu í netöryggismálum og höfum stofnað samfélagssjóð sem styður við ábyrgari tilkynningar og opinberun öryggisveikleika. Sjóðurinn er fjármagnaður af viðskiptavinum og netöryggissérfræðingum sem vilja ekki aðeins tryggja eigið netöryggi, heldur stuðla að öruggara stafrænu samfélagi. Hann veitir einnig styrki til lítilla fyrirtækja og óhagnaðardrifinna aðila sem þurfa að verja viðkvæm gögn og innviði.

Evrópskur stuðningur og alþjóðleg tækifæri

Defend Iceland hefur einnig hlotið styrk frá Tækniþróunarsjóði og notið stuðnings Evrópusambandsins, sem veitti verkefninu 380 milljónir króna í gegnum Digital Europe áætlunina. Í umsögn sinni lagði Evrópusambandið áherslu á að Ísland væri kjörinn markaður fyrir slíkar lausnir og að verkefnið hefur burði til að nýtast á alþjóðavísu.

Fjárfesting Guðmundar Fertrams og fjölskyldu hans, ásamt evrópskum stuðningi, styrkir Defend Iceland í vegferð okkar að því að skapa öruggara stafrænt samfélag – bæði á Íslandi og víðar.

Aðrar fréttir

Sjá allar fréttir

Einn færasti hakkari heims heldur námskeið á Íslandi í öryggisveikleika leit (e. Vulnerability hunting)

Jason Haddix, einn færasti hakkari heims og forstjóri Arcanum Security, er væntanlegur til landsins í næstu viku og mun leiða námskeið í öryggisveikleika leit í samstarfi við Defend Iceland dagana 21. - 23. janúar í Háskólanum í Reykjavík. Jason kemur frá Bandaríkjunum og er með yfir 20 ára reynslu í netöryggi auk þess hefur hann hlotið viðurkenningu sem einn af fremstu sérfræðingum á villuveiðigáttum (Bug Bounty Platform). Alþjóðleg fyrirtæki á borð við Apple, Microsoft, Google, KPMG, Deloitte, Amazon, Walmart og fleiri hafa reglulega nýtt sér námskeið og þekkingu Jason Haddix. 
Lesa meira

Spennandi áfangi hjá Defend Iceland

Við fórum í loftið í febrúar á þessu ári og erum stolt af því að vera komin í samstarf við 27 frábæra viðskiptavini. Þessir aðilar spanna öll svið samfélagsins, frá stórum hluta fjármálageirans til lykilaðila í orku- og heilbrigðisgeiranum - og nú Alþingi Íslendinga.
Lesa meira

Defend Iceland gerir samning við Origo til að efla netöryggi

Við hjá Defend Iceland erum stolt af því að taka höndum saman við Origo til að efla netöryggi kerfa þeirra. Netárásir, sem nýta veikleika í hugbúnaði, halda áfram að aukast verulega. Það er mikilvægt að finna þessa veikleika áður en árásarmenn gera það – því í stafræna heimi okkar er heilsa alls vistkerfis hugbúnaðarins nauðsynleg til að halda nauðsynlegri þjónustu gangandi.
Lesa meira

Erindi Tedda á netöryggisráðstefnu Fjarskiptastofu

Í dag var Fjarskiptastofa/ECOI með netöryggisráðstefnu þar sem Theódór Ragnar Gíslason, framkvæmdastjóri okkar og stofnandi, var með erindi þar sem hann varpaði fram eftirfarandi spurningu: Erum við einum veikleika frá game over? Hvaða veikleiki væri svo krítískur á birgðahliðinni að það hefði gríðarleg áhrif ekki aðeins á fyrirtækið þitt heldur líka á samfélagið okkar?
Lesa meira

Pallborð á málþingi Rannís - Vegferð styrkjaumsókna og ráð frá þátttakendum

Hörn Valdimarsdóttir frá Defend Iceland sat í pallborði á málþingi Rannís á dögunum þar sem umræðuefnið var „Vegferð styrkjaumsókna og ráð frá þátttakendum”.
Lesa meira

Alþjóðlegur dagur heiðarlegra hakkara

Í dag fögnum við alþjóðadegi heiðarlegra hakkara / International Day of Ethical Hackers!
Lesa meira

Þessi vefsíða notar vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun notenda af síðunni.