Skip To main content

Skagi og Defend Iceland í samstarfi

Skagi og Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að fyrirbyggja árásir á net- og tölvukerfi Skaga, en í samstæðu Skaga eru VÍS, Fossar fjárfestingarbanki og SIV eignastýring.

Í tilkynningu segir að með notkun hugbúnaðarins séu fremstu aðferðir í netöryggi nýttar til þess að auka viðnámsþrótt net- og tölvukerfa og auka þar með gagnaöryggi hjá samstæðu Skaga.

„Viðskiptavinir okkar sýna okkur mikið traust og því viljum við tryggja að kerfin okkar séu eins örugg og kostur er. Við hlökkum til að vinna með Defend Iceland til þess að auka öryggi okkar og viðskiptavina okkar enn frekar, ásamt því að leggja okkar af mörkum til þess að auka stafrænt öryggi íslensks samfélags,“ segir Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga.

Defend Iceland segir þá að markmið fyrirtækisins sé að búa til öruggara stafrænt samfélag, en aukin þekking á tilvist og eðli öryggisveikleika í tölvukerfum sé forsenda þess að því markmiði verði náð.

„Alvarlegum netárásum fjölgar og íslenskt samfélag hefur ekki farið varhluta af því. Besta leiðin til að koma í veg fyrir slíkar árásir er að grípa til fyrirbyggjandi netöryggisaðgerða. Við bjóðum Skaga velkominn í hóp þeirra framsæknu fyrirtækja sem nýta sér nýjustu tækni í baráttunni við netárásir. Við hlökkum til að vinna með Skaga að öruggara stafrænu samfélagi,” segir Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar, sölu- og markaðsmála hjá Defend Iceland.

Aðrar fréttir

Sjá allar fréttir

Einn færasti hakkari heims heldur námskeið á Íslandi í öryggisveikleika leit (e. Vulnerability hunting)

Jason Haddix, einn færasti hakkari heims og forstjóri Arcanum Security, er væntanlegur til landsins í næstu viku og mun leiða námskeið í öryggisveikleika leit í samstarfi við Defend Iceland dagana 21. - 23. janúar í Háskólanum í Reykjavík. Jason kemur frá Bandaríkjunum og er með yfir 20 ára reynslu í netöryggi auk þess hefur hann hlotið viðurkenningu sem einn af fremstu sérfræðingum á villuveiðigáttum (Bug Bounty Platform). Alþjóðleg fyrirtæki á borð við Apple, Microsoft, Google, KPMG, Deloitte, Amazon, Walmart og fleiri hafa reglulega nýtt sér námskeið og þekkingu Jason Haddix. 
Lesa meira

Spennandi áfangi hjá Defend Iceland

Við fórum í loftið í febrúar á þessu ári og erum stolt af því að vera komin í samstarf við 27 frábæra viðskiptavini. Þessir aðilar spanna öll svið samfélagsins, frá stórum hluta fjármálageirans til lykilaðila í orku- og heilbrigðisgeiranum - og nú Alþingi Íslendinga.
Lesa meira

Defend Iceland gerir samning við Origo til að efla netöryggi

Við hjá Defend Iceland erum stolt af því að taka höndum saman við Origo til að efla netöryggi kerfa þeirra. Netárásir, sem nýta veikleika í hugbúnaði, halda áfram að aukast verulega. Það er mikilvægt að finna þessa veikleika áður en árásarmenn gera það – því í stafræna heimi okkar er heilsa alls vistkerfis hugbúnaðarins nauðsynleg til að halda nauðsynlegri þjónustu gangandi.
Lesa meira

Erindi Tedda á netöryggisráðstefnu Fjarskiptastofu

Í dag var Fjarskiptastofa/ECOI með netöryggisráðstefnu þar sem Theódór Ragnar Gíslason, framkvæmdastjóri okkar og stofnandi, var með erindi þar sem hann varpaði fram eftirfarandi spurningu: Erum við einum veikleika frá game over? Hvaða veikleiki væri svo krítískur á birgðahliðinni að það hefði gríðarleg áhrif ekki aðeins á fyrirtækið þitt heldur líka á samfélagið okkar?
Lesa meira

Pallborð á málþingi Rannís - Vegferð styrkjaumsókna og ráð frá þátttakendum

Hörn Valdimarsdóttir frá Defend Iceland sat í pallborði á málþingi Rannís á dögunum þar sem umræðuefnið var „Vegferð styrkjaumsókna og ráð frá þátttakendum”.
Lesa meira

Alþjóðlegur dagur heiðarlegra hakkara

Í dag fögnum við alþjóðadegi heiðarlegra hakkara / International Day of Ethical Hackers!
Lesa meira

Þessi vefsíða notar vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun notenda af síðunni.