Heiðarlegir hakkarar

Hakkaðu Íslandog fáðu borgað fyrir það

Villuveiðigáttin Verjum Ísland opnar fjölda tækifæra fyrir heiðarlega hakkara. Ef þú gengur til lið við okkur muntu ekki aðeins auka stafrænt öryggi samfélagsins heldur hafa kost á að læra nýjustu aðferðir við að hakka kerfi og verða hluti af samfélagi heiðarlegra hakkara.

Sækja um

Við trúum á mátt lýðvirkjunar

1. Krefjandi verkefni

Viltu öðlast hagnýta reynslu af raunverulegum öryggisveikleikum? Heiðarlegir hakkarar sem vinna með okkur dýpka þekkingu sína og verða enn betri öryggissérfræðingar. Þeir verða eftirsóttir starfskraftar, um leið og þeir leggja sitt af mörkum til að auka stafrænt áfallaþol Íslands.

2. Verðlaun og viðurkenningar

Heiðarlegir hakkarar hafa einstaka hæfileika og geta leyst flókin vandamál. Defend Iceland veitir verðlaun og viðurkenningar í takt við frammistöðu og við hvetjum okkar fólk til að læra meira, gera betur og verða framúrskarandi á sínu sviði.

3. Verðmæt tengsl

Viltu hitta aðra heiðarlega hakkara? Hjá okkur getur þú tengst fólki sem deilir sömu áhugamálum og þú - og jafnvel leyst flóknar áskoranir með þeim. Defend Iceland er líka öflugur vettvangur öryggissérfræðinga úr atvinnulífi og háskólasamfélagi þar sem hægt er að mynda verðmæt tengsl.

4. Tækni í fremstu röð

Heiðarlegir hakkarar Defend Iceland munu hafa kost á að læra nýjustu aðferðir við að hakka kerfi og vera í fremstu röð þegar kemur að nýsköpun í faginu.

5. Vertu leiðtogi

Viltu leiða þróun öruggs stafræns samfélags? Heiðarlegir hakkarar verða bæði frumkvöðlar og leiðtogar í íslensku samfélagi.

6. Áhrif á heimsvísu

Taktu þátt í að skapa Íslandi leiðandi stöðu þegar kemur að forvirkum stafrænum öryggisaðgerðum. Þitt framlag mun ekki aðeins tryggja örugga stafræna framtíð íslensks samfélags heldur heimsins alls.

Af hverju að vera með?Verðlaunafé og viðurkenningar

Verðlaunafé

Stórir öryggisveikleikar meira verðlaunafé

Heiðarlegum hökkurum er greitt fyrir öryggisveikleika sem þeir finna í villuveiðiherferðum og hækkar verðlaunafé í takt við alvarleika veikleikanna.

Viðurkenningar

Ofurhakkarar fá skemmtileg aukaverðlaun

Framúrskarandi hakkarar fá viðurkenningar frá Defend Iceland - og þau allra bestu geta fyllt veggina af viðurkenningum.

Skráning tekur tvær mínútur
Sækja um

Taktu þátt í að breyta stafrænni öryggismenningu Íslands.

Tilkynna veikleika

Þessi vefsíða notar vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun notenda af síðunni.