Skip To main content

Fréttir

Spennandi áfangi hjá Defend Iceland

Við fórum í loftið í febrúar á þessu ári og erum stolt af því að vera komin í samstarf við 27 frábæra viðskiptavini. Þessir aðilar spanna öll svið samfélagsins, frá stórum hluta fjármálageirans til lykilaðila í orku- og heilbrigðisgeiranum - og nú Alþingi Íslendinga.
Lesa meira

Defend Iceland gerir samning við Origo til að efla netöryggi

Við hjá Defend Iceland erum stolt af því að taka höndum saman við Origo til að efla netöryggi kerfa þeirra. Netárásir, sem nýta veikleika í hugbúnaði, halda áfram að aukast verulega. Það er mikilvægt að finna þessa veikleika áður en árásarmenn gera það – því í stafræna heimi okkar er heilsa alls vistkerfis hugbúnaðarins nauðsynleg til að halda nauðsynlegri þjónustu gangandi.
Lesa meira

Erindi Tedda á netöryggisráðstefnu Fjarskiptastofu

Í dag var Fjarskiptastofa/ECOI með netöryggisráðstefnu þar sem Theódór Ragnar Gíslason, framkvæmdastjóri okkar og stofnandi, var með erindi þar sem hann varpaði fram eftirfarandi spurningu: Erum við einum veikleika frá game over? Hvaða veikleiki væri svo krítískur á birgðahliðinni að það hefði gríðarleg áhrif ekki aðeins á fyrirtækið þitt heldur líka á samfélagið okkar?
Lesa meira

Pallborð á málþingi Rannís - Vegferð styrkjaumsókna og ráð frá þátttakendum

Hörn Valdimarsdóttir frá Defend Iceland sat í pallborði á málþingi Rannís á dögunum þar sem umræðuefnið var „Vegferð styrkjaumsókna og ráð frá þátttakendum”.
Lesa meira

Alþjóðlegur dagur heiðarlegra hakkara

Í dag fögnum við alþjóðadegi heiðarlegra hakkara / International Day of Ethical Hackers!
Lesa meira

DrupalCon Europe 2024

Við erum spennt að segja frá því að stofnandi okkar og framkvæmdastjóri, Theódór Ragnar Gíslason, flutti hvetjandi erindi á hinni virtu ráðstefnu, DrupalCon Europe sem haldin var í Barcelona í ár. Þar lagði Teddi áherslu á framtíðarsýn og vegferð Defend Iceland!
Lesa meira

Sjúkratryggingar Íslands og Defend Iceland gera samning um aukið netöryggi

Það gleður okkur að kynna samstarf milli Defend Iceland og Sjúkratrygginga Íslands að auknu netöryggi lýðheilsugagna Íslands! 
Lesa meira

Defend Iceland og Stafrænt Ísland í samstarf um netöryggi

Stafrænt Ísland og Defend Iceland hafa skrifað undir samning um samstarf á sviði netöryggis. Tilgangur samningsins er að nýta villuveiðigátt Defend Iceland til að finna öryggisveikleika í kerfum Stafræns Íslands og auka þannig og styrkja varnir gegn netárásum.
Lesa meira

Segir afsökun Microsoft lélega

„Per­sónu­lega finnst mér þetta lé­leg af­sök­un,“ seg­ir Theo­dór R. Gísla­son, stofn­andi Def­end Ice­land, þar sem hann gagn­rýn­ir Microsoft vegna viðbragða fyr­ir­tæk­is­ins við ör­ygg­is­bil­un sem olli stór­felldri trufl­un á föstu­dag­inn. Microsoft kenn­ir samn­ing þeirra við ESB um að gölluð ör­ygg­is­upp­færsla hjá Crowd­Strike hafi getað valdið þess­ari trufl­un.
Lesa meira

Stýrir uppbyggingu samfélags netöryggissérfræðinga

Hjörtur Pálmi Pálsson hefur gengið til liðs við Defend Iceland og mun hann stýra uppbyggingu samfélags netöryggissérfræðinga fyrirtækisins auk þess að leiða greiningu og úrvinnslu þeirra öryggisveikleika sem finnast hjá viðskiptavinum Defend Iceland. Greint er frá ráðningu hans í fréttatilkynningu.
Lesa meira

Skagi og Defend Iceland í samstarfi

Skagi og Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að fyrirbyggja árásir á net- og tölvukerfi Skaga, en í samstæðu Skaga eru VÍS, Fossar fjárfestingarbanki og SIV eignastýring.
Lesa meira

Brimborg og Defend Iceland í samstarf um netöryggi

Brimborg hefur samið við netöryggisfyrirtækið Defend Iceland um aðgang að villuveiðigátt fyrirtækisins til að styrkja enn frekar varnir félagsins gagnvart netárásum, afla þekkingar á veikleikum tölvukerfa þess og miðla til eflingar netöryggis á Íslandi. Í samningnum felst að öryggissérfræðingar Defend Iceland munu nýta forvirkar öryggisaðgerðir til að leita að öryggisveikleikum, með því að herma aðferðir netárásarhópa og tölvuþrjóta, og tryggja þannig að hægt sé að laga veikleikana áður en þeir verða notaðir til netinnbrota. 
Lesa meira

Gætu þurft að líta á netárásir sem hernað

Einn stofn­enda Def­end Ice­land seg­ir að stjórn­völd gætu þurft að líta á sum­ar netárás­ir, til að mynda þær sem gerðar voru í kring­um leiðtoga­fund Evr­ópuráðsins í fyrra, sem hernað.
Lesa meira

Þetta er hópurinn sem gerði árás á Morgunblaðið

Rússneski hakkarahópurinn Akira er sagður hafa staðið á bak við árás á tölvukerfi Morgunblaðsins með þeim afleiðingum að gríðarlegt magn gagna var tekið í gíslingu. Vegna þessa lá fréttavefur Morgunblaðsins niðri í um þrjár klukkustundir og útsendingar K100 lágu niðri.
Lesa meira

Kóði og Defend Iceland í samstarf

Kóði og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að fyrirbyggja árásir á net- og tölvukerfi Kóða.
Lesa meira

Markús Kötterheinrich ráðinn til Defend Iceland

Markús Kötter­heinrich hef­ur verið ráðinn tækni- og þró­un­ar­stjóri hjá Def­end Ice­land og er hluti af stofnteymi fyr­ir­tæk­is­ins.
Lesa meira

Landspítali í samstarf við Defend Iceland

Nýverið hóf Landspítali samstarf við Defend Iceland með það markmið að leita að mögulegum veikleikum í tækniumhverfi spítalans.
Lesa meira

Heiðarlegir hakkarar til varnar

Netör­ygg­is­mál eru Theó­dóri Ragn­ari Gísla­syni hug­leik­in enda nauðsyn­legt að huga að ör­ygg­inu þegar viðkvæm­ar upp­lýs­ing­ar eru ann­ars veg­ar. Fyr­ir­tæki hans, Def­end Ice­land, aðstoðar fyr­ir­tæki við að koma auga á veik­leik­ana svo hægt sé að tryggja að ekki verði gerðar netárás­ir sem geta valdið mikl­um skaða eða viðkvæm­um upp­lýs­ing­um stolið. Theó­dór hyggst auka sta­f­rænt ör­yggi Íslands og svo nýta þá reynslu víðar í hinum stóra heimi.
Lesa meira

Reiknistofa bankanna og Defend Iceland í samstarf

Reiknistofa bankanna hefur samið við netöryggisfyrirtækið Defend Iceland um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins. Með notkun villuveiðigáttarinnar nýtir Reiknistofa bankanna nýjustu aðferðir í netöryggi til að tryggja öryggi innviða fjármálakerfisins.
Lesa meira

Netöryggisfundur Defend Iceland

Netöryggisfyrirtækið Defend Iceland, í samstarfi við Rannís, Háskólann í Reykjavík og EDIH-IS, hélt nýverið hádegisfund í Grósku með áherslu á forvirkar netöryggisráðstafanir. Jacky Mallett, dósent í tölvunarfræði við HR, fjallaði þar um netglæpahópinn Akira, sem hefur staðið fyrir árásum á Íslandi, þar á meðal á Háskólann í Reykjavík. Hún lýsti starfsemi hópsins og aðgerðum til að verjast þeim.
Lesa meira

Netárásir geta lamað samfélagið

Á þessu ári hefur Háskólinn í Reykjavík orðið fyrir netárás frá hakkarahópnum Akira, sem krefur háskólann um lausnargjald fyrir stolin gögn. Þó hefur háskólinn ekki greitt gjaldið, en gögnin hafa enn ekki verið birt. Jacky Mallett, lektor í tölvunarfræði, segir þetta óvenjulegt en bendir á að fleiri íslensk fyrirtæki hafi lent í svipaðri stöðu. Hún telur Akira vera afsprengi rússneska Conti-hópsins, sem er þekktur fyrir að selja innbrotstól til utanaðkomandi aðila og nota þau í kúgunarárásum.
Lesa meira

Íslandsbanki semur um villuveiðigátt Defend Iceland

Íslandsbanki hefur tekið í notkun villuveiðigátt Defend Iceland til að auka öryggi upplýsingatæknikerfa sinna. Villuveiðigáttin virkar sem vettvangur þar sem öryggissérfræðingar með fjölbreyttan bakgrunn sameina krafta sína til að finna og loka öryggisveikleikum áður en tölvuglæpamenn geta nýtt sér þá. Árni Geir Valgeirsson, forstöðumaður á upplýsingatæknisviði Íslandsbanka, segir samstarfið vera mikilvægt skref til að styrkja öryggisvarnir bankans enn frekar.
Lesa meira

Arion banki semur við Defend Iceland

Arion banki hefur gert samning við netöryggisfyrirtækið Defend Iceland um aðgang að villuveiðigátt fyrirtækisins til að styrkja netöryggisvarnir bankans. Með aðferð villuveiðigáttarinnar herma sérfræðingar Defend Iceland eftir árásum hakkara til að finna og laga veikleika í kerfum bankans áður en skaði hlýst. Markmiðið er að auka netöryggi og áfallaþol bæði hjá Arion banka og samfélaginu í heild. Samstarfið er liður í forvirkum öryggisráðstöfunum til að koma í veg fyrir netárásir.
Lesa meira

Fyrsta villuveiðigáttin fer vel af stað

Ís­lensk fjár­mála­fyrir­tæki eru meðal þeirra sem taka þátt í villu­veiði­gátt D­efend Iceland. Nú þegar hafa heiðar­legir hakkarar fengið greitt milljónir fyrir að benda á öryggis­galla og koma fyrir­tækjum frá til­heyrandi tjóni.
Lesa meira

Þessi vefsíða notar vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun notenda af síðunni.